Bókhald og ráðgjöf

Bókhald, launavinnsla, reikningagerð, ársreikningar ofl. 

Hvernig getum við aðstoðað

Almennt bókhald

Dagleg bókun reikninga, skil á virðisaukaskatti, afstemmingar bankareikninga, lánadrottnum og viðskiptamönnum

Launavinnsla

Launaútreikningur. Gerð launaseðla, bankayfirlita og skil til skattyfirvalda, lífeyrissjóða og stéttafélaga. 

 

Ársreikningur

Gerum ársreikninga og skattframtöl fyrir lögaðila. Gerum einnig skattframtöl fyrir einstaklinga með eða án reksturs.

Húsfélög

Við aðstoðum húsfélög við undirbúning Aðal/húsfunda, gerð ársreikning, útbúum húsgjaldaáætlun og sjáum um bókhald.  

Viðskiptaráðgjöf

Við veitum alhliða rekstraráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri. Við vinnum með DK og Reglu bókhaldskerfi og aðlögum þinn rekstur að þínum þörfum. Persónulega og góð þjónusta.

Reikningagerð

Við sjáum um útgáfu reikninga, sendum þá á viðeigandi stað og stofnun körfum í banka. 

Um okkur

Við leggjum metnað í persónulega og faglega þjónustu. Við förum yfir hlutina á einfaldann og skilmerkilegan hátt. Ef þú ert að leita að traustum aðilum þá erum við til staðar fyrir þig. 

Algengar spurningar

Mikilvægt er að setja upp viðskiptaáætlun. Einnig er mikilvægt að velja rétt rekstrarform, einstaklingar geta rekið fyritæki á eigin kennitölu, en algengast er að einkahlutafélög séu stofnuð. Ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi og er því gott að ráðfara sig við okkur eða þá sem þekkja til. Næst er að stofna fyrirtækið hjá ríkisskattstjóra – við aðstoðum þig við stofnun þíns fyrirtækis og val á bókhaldskerfi. 

Kostnaður við bókhaldsþjónustuna fer eftir umfangi fyrirtækis þíns, veltu og fylgiskjölum. Við förum yfir það í upphafi viðskiptasambands okkar, hvað við áætlum að okkar þjónusta kosti þig mánaðarlega. 

Við notum aðallega DK og Reglu, þægileg bókhaldskerfi sem henta rekstri nær allra fyrirtækja eininga á Íslandi. Við ráðleggjum þér í upphafi hvaða kerfi hentar þínum rekstri. 

Það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu. Við hjá Bókarinn Minn sjáum um það ferli fyrir þig og gerum það fljótt og örugglega. 

Nýjustu fréttir

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2023 að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars. Ef þú hefur spurningar eða lendir…

Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla (bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísil). Gjaldið nær til fólksbifreiða og sendibifreiða. Greiðandi gjaldsins er eigandi bílsins. Undantekning er þegar eigandi er eigna- eða fjármögnunarleiga, til dæmis…

Að hefja rekstur – hvaða form rekstrar hentar Algengstu rekstrarformin í dag er Einstaklingsrekstur og Einkahlutafélag – ehf. En skoðum aðeins muninn á þessum félögum. Einstaklingsrekstur er ódýrasta og einfaldasta rekstrarformið, þá er reksturinn rekinn á kennitölu viðkomandi einstaklings og ber…

Skattfarmtal 2023, vegna tekjuársins 2022. Framtalið er aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2022 að skila skattframtali og telja fram.  Lokaskiladagur er 14. mars. Bokarinn…

Umsókn um greiðsluáætlun. Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt í pósthólfi viðkomandi inn á vefsíðunni www.island.is. Þar er hægt að sjá nákvæma skuldastöðu og sjá einnig hvort að…

Sýslumenn hafa í rúmt ár unnið að því að öll málsmeðferð í dánarbúsmálum geti verið rafræn. Þrjú stór skref hafa nú verið tekin sem létta undir með aðstandendum látinna. Sýslumenn móttaka nú rafræn dánarvottorð. Þetta leiðir til þess að þegar…

Nú um áramót var lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð úr 7.540 kr. upp í 15.080 kr. fyrir hvert gjaldtímabil. Breytingin hefur mest áhrif á bifreiðagjald ökutækja með litla eða enga skráða koltvísýringslosun eins og sparneytna bíla og rafmagnsbifreiðar. Samhliða þessari hækkun lágmarksfjárhæðar…

Um áramót urðu breytingar á persónuafslætti og skattþrepamörkum. Breytingarnar hafa áhrif á tekjur ykkar. En við skulum fara stuttlega yfir þessar breytingar. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar í 715.981 kr. á ári eða 59.665 á mánuði. Hækkunin nemur 5.749 kr. á mánuði.…

Endurgreiðsluhlutfall vegna vinnu við íbúðarhúsnæði lækkaði frá og með 1. september í 60%. En umsóknir með 100% endurgreiðslu mega berast skattinum eftir þann tíma.

Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2021, en álagning lögaðila fer fram 31. október nk. Framtal 2022 Skatturinn hefur vakið athygli á að lokaskiladagur lögaðila á skattframtali 2022 er 30. september nk. Ekki er tryggt að framtöl sem…

Bóka fund