Um áramót urðu breytingar á persónuafslætti og skattþrepamörkum. Breytingarnar hafa áhrif á tekjur ykkar. En við skulum fara stuttlega yfir þessar breytingar.
Persónuafsláttur einstaklinga hækkar í 715.981 kr. á ári eða 59.665 á mánuði. Hækkunin nemur 5.749 kr. á mánuði.
Einnig breytast skattþrepamörkin. Fyrsta skattþrep nær til tekna upp að 409.986 krónum í hverjum mánuði. Næsta skattþrep nær svo til tekna frá 409.987 kr. til 1.151.012 kr.
Einstaklingar sem fá laun frá fleiri en einum launagreiðanda verða að upplýsa sína launagreiðendur um rétt skattþrep. Algengt er að einstaklingar greiði of mikið af tekjum sínum í fyrsta þrepi og lendi því í skuld seinna meir.