Umsókn um greiðsluáætlun. Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt í pósthólfi viðkomandi inn á vefsíðunni www.island.is. Þar er hægt að sjá nákvæma skuldastöðu og sjá einnig hvort að áður gerð greiðsluáætlun sé enn í gildi.
Að gera greiðsluáætlun
Það er fljótlegt og auðvelt að gera greiðsluáætlun. Hægt er að stilla af fjárhæð mánaðarlegrar greiðslu og tímalengd eftir því hver greiðslugetan er.
Prókúruhafar geta gert greiðsluáætlun fyrir hönd félaga sinna á ísland.is að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, lesa má nánar um það inn á island.is/umsokn-um-greidsluaaetlun.
Greiðsluáætlun léttir greiðslubyrði og frestar innheimtuaðgerðum. Hafa ber í hug að þegar greiðsluáætlun er gerð leggjast samt dráttarvextir á skuldina ef hún er fallin yfir eindaga. Með gerð greiðsluáætlunar er fyrning krafna rofin.
Ferlið er hægt að gera á íslensku og ensku inn á www.island.is