Nýjustu fréttir

Að hefja rekstur!

Hefja rekstur

hefja rekstur – hvaða form rekstrar hentar

Algengstu rekstrarformin í dag er Einstaklingsrekstur og Einkahlutafélag – ehf.

En skoðum aðeins muninn á þessum félögum.

Einstaklingsrekstur er ódýrasta og einfaldasta rekstrarformið, þá er reksturinn rekinn á kennitölu viðkomandi einstaklings og ber hann ábyrgð á rekstrinum með öllum eigum sínum. Ekkert skráningargjald. Ekkert lágmarks stofn fé. Tekjuskattshlutfall af eigin launum í einkarekstrinum og hagnaði er hið sama og af launatekjum einstaklinga.

Helstu félagaform sem til greina koma eru:

Einkahlutafélag – ehf. Helstu einkenni eru að það er a.m.k. einn stofnandi. Takmörkuð ábyrgð. Er alltaf sjálfstæður skattaðili. Hlutafé verður að vera a.m.k. kr. 500.000.

Hlutafélag – hf. Lágmark að hafa tvo stofnendur. Takmörkuð ábyrgð. Er alltaf sjálfstæður skattaðili. Hlutafé verður að vera a.m.k. kr. 4.000.000.

Samlagshlutafélag – slhf. Lágmark að hafa tvo stofnendur. A.m.k. einn aðili með takmarkaða ábyrgð og a.m.k. einn með ótakmarkaða ábyrgð. Getur verið annað hvort sjálfstæður eða ósjálfstæður skattaðili. Hlutafé verður að vera a.m.k. kr. 4.000.000. Ef um ósjálfstæðan skattaðila (félag) er að ræða skal skipta tekjum og eignum félagsins á eigendur þess í samræmi við eignahlutföll til skattlagningar hjá þeim.

Sameignarfélag – sf. Lágmark að hafa tvo stofnendur. Allir eigendur með ótakmarkaða ábyrgð – einn fyrir alla og allir fyrir einn. Getur verið annað hvort sjálfstæður eða ósjálfstæður skattaðili. Ekki er gerð krafa um stofnfé. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta þó ekki myndað sameignarfélag sem er sjálfstæður skattaðili. Ef um ósjálfstæðan skattaðila (félag) er að ræða skal skipta tekjum og eignum félagsins á eigendur þess í samræmi við eignahlutföll til skattlagningar hjá þeim.

Samlagsfélag – slf. Lágmark að hafa tvo stofnendur. A.m.k. einn aðili með takmarkaða ábyrgð og a.m.k. einn með ótakmarkaða ábyrgð. Getur verið annað hvort sjálfstæður eða ósjálfstæður skattaðili. Ekki er gerð krafa um stofnfé. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta þó ekki myndað samlagsfélag sem er sjálfstæður skattaðili. Ef um ósjálfstæðan skattaðila (félag) er að ræða skal skipta tekjum og eignum félagsins á eigendur þess í samræmi við eignahlutföll til skattlagningar hjá þeim.

Þarf að skrá atvinnureksturinn í upphafi rekstrar?

Hjá skattyfirvöldum þurfa einstaklingar í atvinnurekstri og félög að skrá sig/starfsemina á launagreiðendaskrá eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst. Þó þarf einstaklingur ekki að skrá sig á launagreiðendaskrá ef reiknað endurgjald hans fer ekki yfir 450.000 kr. miðað við heilt ár. Ef um virðisaukaskattsskylda starfsemi er að ræða þarf einnig að skrá starfsemina á virðisaukaskattsskrá eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst.

Sé velta í starfseminni lægri en tiltekin fjárhæðamörk (2.000.000 kr. án VSK þegar þetta er ritað – 2023) á sérhverju tólf mánaða tímabili þurfa ekki að innheimta virðisaukaskatt og þar að leiðandi ekki að skrá sig og sækja um virðisaukaskattsnúmer. En nái veltan hins vegar, eða viðkomandi rekstraraðili sér að velta fari yfir og nái 2.000.001,- kr þá þarf að sækja um VSK númer.

Tengdar fréttir

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2023 að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars. Ef þú hefur spurningar eða lendir…

Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla (bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísil). Gjaldið nær til fólksbifreiða og sendibifreiða. Greiðandi gjaldsins er eigandi bílsins. Undantekning er þegar eigandi er eigna- eða fjármögnunarleiga, til dæmis…

Að hefja rekstur – hvaða form rekstrar hentar Algengstu rekstrarformin í dag er Einstaklingsrekstur og Einkahlutafélag – ehf. En skoðum aðeins muninn á þessum félögum. Einstaklingsrekstur er ódýrasta og einfaldasta rekstrarformið, þá er reksturinn rekinn á kennitölu viðkomandi einstaklings og ber…

Skattfarmtal 2023, vegna tekjuársins 2022. Framtalið er aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2022 að skila skattframtali og telja fram.  Lokaskiladagur er 14. mars. Bokarinn…

Umsókn um greiðsluáætlun. Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt í pósthólfi viðkomandi inn á vefsíðunni www.island.is. Þar er hægt að sjá nákvæma skuldastöðu og sjá einnig hvort að…

Sýslumenn hafa í rúmt ár unnið að því að öll málsmeðferð í dánarbúsmálum geti verið rafræn. Þrjú stór skref hafa nú verið tekin sem létta undir með aðstandendum látinna. Sýslumenn móttaka nú rafræn dánarvottorð. Þetta leiðir til þess að þegar…

Nú um áramót var lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð úr 7.540 kr. upp í 15.080 kr. fyrir hvert gjaldtímabil. Breytingin hefur mest áhrif á bifreiðagjald ökutækja með litla eða enga skráða koltvísýringslosun eins og sparneytna bíla og rafmagnsbifreiðar. Samhliða þessari hækkun lágmarksfjárhæðar…

Um áramót urðu breytingar á persónuafslætti og skattþrepamörkum. Breytingarnar hafa áhrif á tekjur ykkar. En við skulum fara stuttlega yfir þessar breytingar. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar í 715.981 kr. á ári eða 59.665 á mánuði. Hækkunin nemur 5.749 kr. á mánuði.…

Endurgreiðsluhlutfall vegna vinnu við íbúðarhúsnæði lækkaði frá og með 1. september í 60%. En umsóknir með 100% endurgreiðslu mega berast skattinum eftir þann tíma.

Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2021, en álagning lögaðila fer fram 31. október nk. Framtal 2022 Skatturinn hefur vakið athygli á að lokaskiladagur lögaðila á skattframtali 2022 er 30. september nk. Ekki er tryggt að framtöl sem…

Bóka fund