Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla (bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísil). Gjaldið nær til fólksbifreiða og sendibifreiða.
Greiðandi gjaldsins er eigandi bílsins. Undantekning er þegar eigandi er eigna- eða fjármögnunarleiga, til dæmis í tilfelli rekstrarleigubíla, þá er umráðamaður greiðandi.
Mikilvægar dagsetningar
- Kílómetragjald tekur gildi 1. janúar 2024.
- Skylt er að skrá stöðu kílómetramælis fyrir 20. janúar 2024.
- Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar 2024.
Gjald
Upphæðin er:
- 6 krónur á hvern kílómetra fyrir rafmagnsbíla og vetnisbíla
- 2 krónur á hvern kílómetra fyrir tengiltvinnbíla
Skráning kílómetrastöðu
Hægt er að skrá:
- í Ísland.is appinu
- á Mínum síðum Ísland.is
- með álestri hjá faggiltri skoðunarstofu, annaðhvort við reglubundið eftirlit eða með því að panta tíma í sérstakan álestur